Ég er dolfallin bucketlista freak. Ég get eytt tímunum saman yfir bókum sem bera titla eins og ” 100 things to do before you die” eða “100 ways to travel the world”. Bucketlistagerð er skemmtileg afþreying og reyndar hálfnauðsynleg þegar maður ætlar að leggja land undir fót!  Hér deili ég með ykkur fimm tillögum sem ég tel að ættu að vera á öllum listum ferðalinga. Tillögurnar eru atriði sem ég hef bæði gert sjálf og sem ég á enn eftir að prófa.  Þetta þarf ekki að vera stórt eða dýrt, það eru stundum litlu hlutirnir sem gera ferðareynsluna ríkari. 

1. Að gista hjá heimamönnum

Það er ekki hægt að upplifa nýtt land betur en að gista inná heimilum heimamanna. Það er merkilegt hvað fólk er gjarnt á að opna heimilin sín fyrir ferðalingum og þá sérstaklega í Asíu! Ef þú ert á bakpokaferðalagi og býðst að fá að gista frítt hjá innlendum fjölskyldum segðu þá hiklaust ! Þannig kynnist maður lifnaðarháttunum best, heyrir sögur sem maður les ekkert um í hinum almennum ferðabókum og svo skemmir ekki fyrir að það er yfirleitt frír matur… og áfengi… selt. 

 

2. The Gibbon Experience í Laos

Ég hef gert svo mikið af skemmtilegum hlutum á minni stuttu ævi og enn trónir The Gibbon Experience í Laos á topp 5 listanum yfir mögnuðustu lífsreynslum sem ég hef upplifað.  Hér “trekkar” maður í þrjá daga um skóga Laos, “zip-linar” á milli trjáa yfir heilu dalina og gistir síðan í trjáhúsum sem byggð eru í 40 metra hæð frá jörðu.  Maður fer í gegnum blóð, svita og tár, en trúið mér -> það jafnast ekkert á við að sofna við dýrahljóðin, með lítið sem ekkert rafmagn í góðum félagsskap umlukinn villtri náttúru regnbogafrumskógarins.

 

 

 

3. að Bjóða sófann sinn á Couchsurfing

Þú þarft ekki að fara langt að heiman til þess að upplifa eitthvað nýtt. Ekki einusinni úr stofunni þinni! Ef þú ert með góðan sófa eða jafnvel autt gestaherbergi að þá mæli ég með því að þú prófir að skrá þig á couchsurfing og bjóðir erlendum ferðamönnum að gista hjá þér.  Þetta er einstök upplifun sem allir ættu að prófa. Maður lærir svo margt af því að hafa þetta fólk hjá sér og þau eru einnig svo djöfulli áhugasöm um landið þitt að maður getur ekki annað en fallið sjálfur fyrir Íslandi alveg upp á nýtt.  Í staðinn færð þú síðan sófann hjá viðkomandi þegar þú heimsækir landið hans. Frábær leið til að spara gistingu. Win-Win for the Win. 

 

4. Að fá tattú gert með bambus af heimafólki eða múnkI 

Einfaldlega vegna þess að það er kúl að segja frá því, ódýrara, fallegt,  sársaukaminna og þarfnast minni umönnun. Sjálf er ég með akkeri á kálfanum sem ég lét gera á Koh Phi Phi en draumurinn er að fá alvöru blessað Yantra flúr gert af múnki í Taílandi! 

Klikkaðu á myndina til þess að lesa meira um Síberíulestina

Klikkaðu á myndina til þess að lesa meira um Síberíulestina

5. Taka Síberíulestina frá Rússlandi til Kína

Síberíulestin er lengsta brautaleið í heimi. Hér situr maður lest frá Moskvu í Rússlandi til Pekíng í Kína – og hægt er að heimsækja Mongolíu í leiðinni. Einnig er hægt að enda í Japan ef maður hefur bossann í það. Hvernig er hægt að láta þetta hljóma betur? Þetta bara hlýtur að vera geðveikt í alla staði!! 

Apríl Smáradóttir

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

One Response