[fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]

 

Margir tala um að þeir vilja ferðast en eiga aldrei efni á því eða það sé of dýrt. Ég var þessi týpa þegar fólk talaði um reisurnar sínar eða bara ferðast yfir höfuð þá spurði ég, “er það ekki dýrt?”. Eftir ég fór til Danmerkur og var þar í einhvern tíma þá horfði ég öðruvísi á hlutina, að maður getur ferðast ódýrt. Þegar maður vill ferðast þá verður það að vera í forgangi annars getur þú alltaf fundið aðra leið til þess að eyða pening í einhvað annað.

Hér fyrir neðan ætla ég að deila ráðum með ykkur.

 

Vinna erlendis: Þú getur farið að vinna í öðru landi og þannig kynnst annarri menningu. Þá getur þú prófað einhvað nýtt en maður verður að vera opin fyrir þessu. Þetta verður nú ekki framtíðarvinnan en gætir eignast auka pening á meðan þú ert að ferðast. Til dæmis verið au pair, þjónn, barþjónn, kennt ensku og svo er margt fleira sem hægt er um að velja það er mikið hægt að kynna sér þetta á netinu. Þú gætir líka passað dýr fyrir eigendurnar fyrir smá aur. Það eru til margar síður með spennandi störf sem hægt er að skoða.

 

Flug: Þegar þú pantar flug með ferðaskrifstofu getur það verið dýrara en þá er t.d. leggurinn tryggður ef þú kaupir flugmiða sem hefur fleiri en tvo flugleggi. Þegar maður ætlar að panta flug er sniðugt að skoða sig um á netinu hvort maður finni ódýrt flug en gott er að skoða áður en maður fer út hvað tryggingarfélagið manns hefur uppá að bjóða með trygginar. Þú getur lent á góðum tilboðum þegar það er stutt í flugið og sniðugt að kaupa flug þegar það er “off season”.

 

Gisting: Þegar kemur að húsnæði mæli ég með Airbnb, ódyrt og þæginlegt. Ef þú þekkir fólk erlendis sem þú getur gist hjá er það náttúrulega góður kostur líka eða couchsurfing, frí gisting og kynnist fólkinu. Það er líka leið að passa húsið fyrir fólk á meðan það er í burtu en það er til margar síður á netinu og um að gera kynna sér það, það er frítt og getur þá eldað líka (sparað fullt af peningum).

 

Samgöngur: Til að ferðast á milli staði gæti maður notað samgöngur (rútu, taxa, strætó eða lest.). Maður verður að passa sig í sumum löndum að maður getur verið rukkaður um meiri pening en það sem maður á að borga (gott að kynna sér það á netinu). Gott er líka að panta með fyrirvara. Blablacar er þar sem fólk finnur far með öðru fólki sem er að fara sömu leið og maður sjálfur.

 

Ferðir: Til þess að kynnast bænum sem mest getur þú notað þessar síður Showaround & Vayable, stundum frítt en er ekki dýrt. Þá hittiru fólkið og færð jafnvel meira úr því heldur en að panta ferðir sem er búið að skipuleggja.

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.