Norður-Kórea er eitt lokaðasta land í heimi. Ég er mjög forvitin um landið og hef sett mér það markmið að heimsækja það áður en ég hrekk upp. Mér fannst tilvalið að deila með ykkur 25 staðreyndum um landið en ég fann skemmtilegan pistill á netinu sem ég ákvað að þýða yfir á íslensku.

Mynd fengin á: https://securityledger.com/2015/01/n-s-a-breached-north-korean-networks-before-sony-attack-ny-times/ Mynd fengin á: https://securityledger.com/2015/01/n-s-a-breached-north-korean-networks-before-sony-attack-ny-times/

1. Marijuana er leyfilegt í Norður-Kóreu

Ótrúlegt en satt þá er Marijuana ekki talið ólöglegt eiturlyf í þessu stranga landi. Ferðabloggarinn Damon Richter keypti marijuana á markaði í Norður-Kóreu og reykti það á veitingarstöðum og á almannafæri.

2. Það er árið 103 en ekki 2015

Norður-Kórea byggir dagatalið sitt á fæðingardegi Kim Il-Sung: 15. apríl 1912.

3. Kosningar eru haldnar á fimm ára fresti

Norður-Kóreubúar fá miða með einum valkost og auðvitað er þeirra leiðtogi kjörinn með 100 prósent fylgi.

4. Nánast engin götuljós

Flestum götuljósum hefur verið skipt út fyrir lögregluþjóna þar sem mörg hafa hætt að virka. Þó virðast einhver þeirra enn vera í lagi en þeim fer víst fækkandi.

5. Norður-Kórea er með stærsta leikvanginn

Leikvangurinn hefur að geyma meira en 150.000 sæti og hýsir frægan viðburð sem ber heitið Mass Games.

6. Norður-Kórea er með ,,þriggja ættliða” refsireglu

Ef ein manneskja brýtur lög og/eða er send í fangelsisbúðir hefur það áhrif á alla fjölskylduna.
Sá sem brýtur af sér er sendur í vinnubúðir… ásamt foreldrum, ömmum of öfum.

7. Harmonikkan mikilvæg í Norður-Kóreu

Uppúr 1990 þurftu allir kennarar að læra spila á harmonikku. Í dag sérhæfa margir íbúar landsins sig í hljóðfærinu.

8. Gerviþorp nálægt Suður-Kóreu

Kijon-Dong (Friðarþorpið) var byggt til þess að ógna Suður-Kóreu eftir Kóreustríðið. Þorpið átti að endurspegla velgengni Norður-Kóreu en þegar betur er á litið vantar t.d. gler í glugga og er fólk fengið til þess að fara í þorpið og þykjast búa þar.

9. Hver sem er getur nálgast stjórnarskrá Norður-Kóreu

Stjórnarskráin leggur áherslu á tjáningarfrelsi, lýðræðislegar kosningar og trúarfrelsi… en eins og flestir vita þá er þá er þessu ekki framfylgt.

10. Kim Jong-Il rændi leikstjóra til þess að búa til Norður-Kóreskar kvikmyndir

Kim Jong-Il hafði leikstjórann Shin Shak-Ok og konuna hans á brott og neyddi hann til þess að gera myndir um sig á sína valdatíð. Til allrar hamingju slapp leikstjórinn úr ánauðinni nokkrum árum síðar.

11. Landið bjó til sína eigin ,,Godzilla” en heimamenn nefndu hana ,,Pulgasari”

Eftir að Kim-Jong Il sá Godzilla vildi hann endurgera myndina eftir eigin höfði og nefndi hana Pulgasari. Þess má til gamans geta að Shin Shak-Ok var leikstjóri þessa meistaraverks!

12. Kim Il-Sung er eilífðarleiðtogi landsins

Kim Il-Sung mun ávallt vera eilífðarleiðtogi Norður-Kóreu, þó svo að aðrir erfingjar hafa tekið við stöðu hans.

13. Kim Jong-Il flutti inn koníak fyrir tæplega 100 milljónir. Meðal innkoma Norður-Kóreu var í kringum 190.000 kr.

Leiðtoginn mikli var greinilega mikill áhugamaður um koníak.

14. Landið gefur sig út fyrir að vera með 99% í skrif- og leskunnáttu

Þjóðin grobbar sig af lestrarkunnáttu sinni sem er á sama pari og Bandaríkjamenn mæla sína lestrarkunnáttu.

15. Norður-Kórea er með þrjá “skemmtigarða” fyrir fólkið

Pyongyang hefur að geyma þrjá skemmtigarða, en tækin eru í misgóðu ásigkomulagi og tæknin ekki á sama kalíberi í samanburði við önnur lönd.

16. Að heimsækja lík Kim Jong-Il er það vinsælasta sem landsbúar og ferðamenn gera

Lík hans er varðveitt í glergrafhýsi fyrir allra augum.

17. Norður-Kóreskur körfubolti með sérreglur

Sumar reglurnar hafa fjögra stiga körfu (þ.e.a.s. ef að boltinn snertir aldrei brúnina) og sum stigin eru dregin frá fyrir að klúðra fríköstum.  

18. Það er allavega einn bandarískur einstaklingur sem býr í Norður-Kóreu af fúsum frjálsum vilja

Ameríski hermaðurinn Joseph Dresnok hafði fengið ógéð af lífi sínu og fór yfir til Norður-Kóreu eftir Kóreustríðið án þess að huga að afleiðingum ákvörðunar sinnar og festist í landinu gegn eigin vilja. Hann var á meðal þriggja annarra amerískra hermanna sem voru í nákvæmlega sömu stöðu. Eftir að hafa verið meinaður aðgangur úr landinu ákvað hann að aðlaga sig að landi og þjóð, og varð síðar þjóðarþegn N-Kóreru af fúsum og frjálsum vilja. Í dag er N-Kórea hans hjartansheimili og vill hann ekki skipta því út fyrir neitt annað.

19. Í Norður-Kóreu eru einungis þrjár sjónvarpsstöðvar

Þar af eru tvær einungis til áhorfs um helgar, og sú þriðja er aðgengileg á kvöldin. Suður-Kóreskar sápuóperur er afar vinsæll smyglvarningur vegna þessa.

20. Norður-Kórea er tæknilega séð ekki kommúnistaríki

Norður-Kórea segist vinna með Juche hugmyndafræðinni. Kim Il-Sung lýsir hugmyndafræðinni  þannig að þeir stóla ekki á neinn annan nema sjálfan sig, nota sínar eigin gáfur og trúa á sinn eigin styrk. Það er að vísu ekki kommúnismi en margar þessar hugmyndir eru afar líkar þeirri hugmyndafræði sem fyrrum kommúnistaleiðtogar notuðu.

21. Nemendur eru skyldugir til þess að borga fyrir stóla, borð og hita

Gert er ráð fyrir að allir nemendur borgi fyrir allt sem viðkemur skólanum fyrir utan kennarann sjálfan. Afleiðingarnar eru þær að börnin eru dregin úr skóla af hálfu foreldra.

22. Pyongyang er einungis fyrir elítuna

Höfuðborgin Pyongyang er ein af fáum borgum landsins og er heimili 3. milljóna íbúa. Aftur á móti fá einungis þeir sem traustir, tryggir og hraustir eru að búa þar.

23. Norður-Kórea notar mannasaur sem gróðuráburð

Þar sem skortur er á auðlindum notar landið saur sem gróðuráburð, og krefst þess að mannasaur úr íbúum landsins sé notaður.

24. Um það bil 200.000 manns í vinnubúðum

Sú tala fer hækkandi en 16 vinnubúðir eru starfandi í Norður-Kóreu.

25. Helmingur þjóðarinnar lifir við mikla fátækt

Tæplega 12 milljón manns hafa ekki aðgang að nauðsynjavörum.

Vonandi fannst ykkur þetta jafn áhugavert og mér!


Greinin er þýdd frá http://www.buzzfeed.com/candacelowry/surprising-facts-you-may-not-know-about-north-korea#.hf55wdo1P

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.