Þegar að ég byrjaði með síðuna mína sem ferðabloggari fékk ég fyrirspurnir frá ýmsu fólki um hvernig reisur það ætti að fara í. Þar var líka verið að spyrja hvar ég hefði keypt flugin mín, hvernig ég hefði safnað fyrir reisunni, hvað kostaði í hana og hvað ég væri að eyða miklu á dag.

Mér finnst fátt skemmtilegra en að fá spurningar frá ykkur til þess að svara – Ég ákvað að taka saman algengar spurningar og gefa ykkur ferðalöngum hugmyndir af nýjum reisum (þ.e.a.s ef að þið viljið ekki fara í þessar hefðbundnu)!

Hvar á ég að kaupa flugin mín?

Þessi spurning kemur alltaf jafn oft upp og oft á tíðum er erfitt að meta svarið. Ég keypti mín flug fyrir Asíureisuna á www.roundtheworldflights.com. Þar var Simon tengiliðurinn minn sem að sá um að plana öll flugin mín. Ferðaskrifstofan er staðsett í Englandi en Simon gerði sér lítið fyrir og hringdi nokkrum sinnum í mig – bara til þess að heyra í mér hljóðið og til þess að sanna fyrir mér að þetta væri ekki eitthvað scam. Mér þótti ofboðslega vænt um þjónustuna sem ég fékk þarna og mæli með henni við hvaða ferðalang sem er. Verðið er líka mjög sanngjarnt.

Annars mæli ég líka með því að gera þetta sjálf. Stundum vill það til að ferðaskrifstofur taki mikinn pening fyrir að úbúa ferðaplan (og oft inniheldur það mikið af óþarfa hlutum) þannig að ég hef alltaf hvatt fólk til að athuga sjálft hvað slík ferð kostar ef bókað er í gegnum leitasíður.

Hvert er best að fara?

Mjög huglæg spurning og einstaklingsbundin. Núna hafa ferðamönnum um Suðaustur Asíu heldur betur fjölgað á síðustu árum. Ef að ég væri að fara í reisu í dag myndi ég eflaust breyta áfangastöðunum. Hnattvæðing er ein helsta orsökin af því að löndin sem að voru svo framandi, eru það ekki lengur.

Hvað eyddirðu miklu?

Í Suðaustur Asíu fannst mér best að miða við 7.000 krónur á dag. Stundum var það meira, stundum minna. Þá er ég að tala um í mat, gistingu og almenna afþreyingu. Í Bandaríkjunum var það líka svipað.

Í Asíureisunni eyddi ég 1.2 milljón (með öllu/flugi þar á meðal). Ég var í 10 vikur og fór í febrúar. Í Bandaríkjareisunni eyddi ég í kringum 600-700 þúsund. Þar fór ég í júní og var í tæplega 7 vikur.

Hvernig reisu mælir þú með?

Þetta er ein skemmtilegasta spurning sem ég hef fengið. Ég er örugglega með 10 notes og word skjöl í tölvunni um hvernig reisur mig langar í. Það sem að ferðalúðar eins og ég gera í frítímanum er að skoða flug, áfangastaði, gistingar og hluti til þess að gera í útlöndum. Dagsatt. EN ég elska að grúskast fyrir um hvert er besta að fara, hvað það kostar þess háttar.

HÉR eru reisur sem ég mæli með:

Ísland – Tyrkland – Morocco – Suður Afríka – Zimbabwe – Mozambique – Tanzania – Dubai – Ísland

Ísland – Ástralía – Nýja Sjáland – Papa New Guinea – Filipseyjar – Malasía – Singapore – Doha – Ísland

Ísland – Peking – Pyongyang – Peking – Japan – S-Kórea – Mongólía – Búrma – Bangladesh – Nepal – Íran – Jórdanía – Palestína – Egyptaland – Ísland

Fleira var það ekki frá mér í dag. Ef þið hafið einhverjar spurningar þá hvet ég ykkur til þess að hafa samband!

Guðfinna Birta

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.