[fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]

AÐ VERA Á FLÆÐISKERI STADDUR

Ef þú ert týpan sem að ert frekar klaufsk þá hefuru pottþétt lent í þessu. Að hafa enga hugmynd í hvorn fótinn þú átt að stíga því þú fattaðir ekki að kaupa þér leiðarvísi, kort eða lókal simkort og fattar síðan að þú veist ekkert hvert þú átt að fara eða hvernig þú átt að koma þér þangað, einkum ef þú ert ekki með lausapening og það er enginn hraðbanki í grendinni þá ertu hreinlega í djúpum skít. Neikvæðir ferðalangar láta þetta eyðileggja fyrir sér daginn meðan aðrir taka hlutunum rólega og spila eftir eyranu. Til að losa sig úr svona aðstæðum er besta ráðið að tala við einhvern heimamanninn að spyrja hann um hjálp. Það getur verið hin mesta áskorun sérstaklega ef þú ert staddur einshversstaðar þar sem enginn talar ensku. Til að forðast þessar aðstæður er einfaldlega best að gera fyrirfram áætlanir: Ef plan A gengur ekki upp þá er gott að hafa plan B.

AÐ VERA RÆNDUR

Við skulum bara hafa það á hreinu að þetta er ein algengasta martröð hvers einasta ferðalangs. Ef þú lendir í því að vera rændur allri aleigunni þá er ekkert annað í stöðunni en að taka hlutunum rólega, vera óhræddur að biðja um hjálp og taka eitt skref í einu. Fyrst er það að loka öllum kortunum, tilkynna heim að vegabréfinu hefur verið rænt og síðan skulum við ræða næstu skref. Ég hef ekki lent í þessu en ég veit að þeir sem lenda í þessu lenda í mikilli tímatöf og það er nákvæmlega ekkert sem hægt er að gera í því nema að bíða eftir bráðabirgðavegabréfi og bráðabirgðagjaldeyri. Til að koma í veg fyrir hámarks skaða í svona tilfelli þá er besta ráðið að vera með GÓÐA FERÐATRYGGINGU. Áður en þið leggjið af stað í heljarinnar reisu þá skulið þið vanda valið á ferðatryggingu. Sjálf er ég með erlenda ferðatryggingu sem tryggir eigurnar mínar og mig sjálfa í langflestum tilfellum, hún var bæði ódýrari og betri en íslensku ferðatryggingarnar sem ég skoðaði.

AÐ LENDA Á SPÍTALA

Ég hef aldrei þurft að fara á spítala með alvarlega áverka eða með alvarleg veikindi, en það er við öllu að búast. Ekki fara út fyrir landssteinana án þess að vera með ferðatryggingu, nema þú sért með hundruði milljóna á bankareikningnum. Það er ýmislegt sem getur hent ferðalanginn á ferðinni um heiminn. Þar má nefna alvarlegan sólbruna, mótorhjólaslys, sárasýkingar sem þurfa meðhöndlun, hætta á kynsjúkdómum sem þurfa aðhlynningu (notið smokk), veikindi tengd moskítóflugum eins og Dengue og Malaría, sólstingur, slys við vatnasport, alvarleg skordýrabit… og listinn gæti orðið endalaus. Ekki reikna með því að ferðalagið muni ganga áfallalaust fyrir sig. Þú ert eiginlega bara heppinn ef ekkert kemur fyrir á margra mánaða ferðalagi!

AÐ LENDA Í SPILLTRI LÖGGU

Það vill svo hundleiðinlega til að sumar löggur eru hreinlega vondu kallarnir. Sérstaklega í þriðja heims ríkjum, maður á að forðast þær eins og heitan eldinn í þannig tilfellum. Ég mæli persónulega með því að kynna sér áfangastaðinn vel og athuga hversu spillt yfirvaldið er í hverju landi fyrir sig. Þannig er hægt að gera sér einhverja grein fyrir því hvort löggunni sé treystandi yfir höfuð. Stundum hefur það nákvæmlega ekkert upp á sig að tilkynna glæp til lögreglu eins sorglegt og það hljómar og ef svo óheppilega vill til að löggan stoppar þig af einhverjum ástæðum þá er þér hollast að reyna að segja sem minnst og þykjast ekki skilja. Feldu líka peningana þína og alls ekki vera með of mikinn pening á þér, hún gæti gengið svo langt að hafa hann allan af þér eða þaðan af verra.

AÐ LENDA Í “DODGY” AÐSTÆÐUM

Þetta eru aðstæður sem þú getur komið þér út úr innan ákveðins tímaramma. Ef þú skynjar að eitthvað gruggugt sé á seyði þá er þér hollast að hlaupa eins hratt og fæturnir leyfa þér. Ekki bíða eftir því að eitthvað gerist, láttu þig einfaldlega hverfa. Þetta eru svona innsæismóment sem þér er hollast að hlýða, svona í alvörunni. Þetta mun henda ykkur á einhverjum tímapunkti, and when it happens, use your brain.

AÐ VERA GÓMAÐUR FYRIR ÓLÖGLEGT ATHÆFI

Ég er að sjálfssögðu að tala um eiturlyf. Það er tiltölulega auðvelt að nálgast eiturlyf hvar sem er og það er einnig tiltölulega auðvelt að láta gabba sig og vera gómaður fyrir eitthvað sem átti að vera saklaus skemmtun. Það er algjört nó-nó að spyrjast eftir eiturlyfjum af ókunnugum þar sem það gerir viðkomandi að virkilega auðveldu skotmarki. Besta ráðið er einfaldlega að láta eiturlyf alfarið vera. Að vera gómaður með kolólögleg eiturlyf er og sitja í þriðja heimsríkisfangelsi er örugglega ein versta martröð sem ég get ímyndað mér. Stay Safe.

AÐ DEYJA

Við deyjum öll einhverntíman á einhverjum tímapunkti. Ég myndi hafa minnstar áhyggjur af þessum faktor. Svo lengi sem þú deyrð við að gera eitthvað fáránlega skemmtilegt þá er það skemmtilegra en að deyja við eitthvað grútleiðinlegt. Just sayin.

Leynir þú á einhverri ferðafóbíu, eða skemmtilegri sögu? Segðu frá í þráðnum fyrir neðan! 

 

 

 

 

 

 

 

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts