Bajau ættbálkurinn er lítill ættbálkur sem býr við eyjuna Borneó í Malasíu. Upphaflega tilheyrði ættbálkurinn hafinu þar sem þeir silgdu með hafstraumunum og það eina sem skipti máli var að veiða sér til matar. Þaðan fékk ættbálkurinn nafnið “Sígaunar hafsins”

Í dag býr ættbálkurinn í fljótandi þorpum úti á ströndum meðfram kóralrifjum. Lífstíll þeirra er afar einfaldur og eru fiskveiðar þeirra helsta iðja. Franski ljósmyndarinn Réhahn ferðaðist fyrr á árinu þvert yfir jörðina til þess að fylgjast með og taka myndir af þessum einangraða ættbálki.

Leyfum myndunum að tala sínu máli!


Í Baju ættbálknum ríkja engin lög eða reglur. Nágrannalönd vilja ekki viðurkenna landsvæði íbúanna.

En þau kjósa samt sem áður að búa hér, í sinni eigin paradís.

Þau kunna hvorki að lesa, né skrifa

Baju fólkið veit ekki hvað þau eru gömul

Þau þekkja fyrirbærið að eldast og skilja tíma en fyrir þeim skiptir hann ekki máli, augnablikið er núna.

Allir í ættbálknum hjálpa til við mikilvægasta atriðið; að veiða sér til matar.

Yngri börn eru snemma sett á bátana til þess að læra að synda, kafa og veiða.

Þegar þau ná 8 ára aldri er þau í fullu starfi við að framfæra sér og fjölskyldu sinni.

Líf þeirra er einfalt, en það sem mestu máli skiptir er að þau eru hamingjusöm!

Það væri ekki slæmt að skella sér til Borneó og fá smá veiðikennslu frá þessum ofurkrúttum!?


Tengdu við Gekkó á samfélagsmiðlum!

Heimild: http://www.boredpanda.com/the-bajaus-who-are-these-sea-gipsies/
Höfundur: http://www.boredpanda.com/author/photaddict/
Frekari upplýsingar Facebook[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container][fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]rehahnphotographer.com

 

About The Author

Ása Steinarsdóttir
Ritstjóri og færsluhöfundur

Ása er ein af þremur eigendum Gekkó og rekur einnig ferðabloggið FromIceToSpice Ása er þekkt fyrir að flakka um allan heim og grípa ótrúlegustu augnablikin á filmu, hvort sem það er í ævintýraferð í Mongólíu eða af náttúruperlum Íslands.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.