Við skruppum í dagsferð í höfuðborg Malasíu um daginn!
Áttu stutt stopp í Kuala Lumpur? Nýttu frábærar samgöngur borgarinnar og sjáðu hvað borgin hefur upp á að bjóða á mettíma.

Samgöngur

Frá flugvellinum getur þú annað hvort tekið leigubíl, lest eða rútu inn í borgina. Að taka leigubíl er frekar dýrt svo ég mæli með að taka lestina eða rútuna. Við tókum lestina sem kostaði meira (1300 kr.) en er helmingi fljótari (30 mín).
Lestin/rútan tekur þig á KL Sentral, þar sem þú getur ferðast ódýrt um borgina í neðanjarðarlest. Miðinn kostar 60 kr. ein leið.

Petrona Twin Towers
Við byrjuðum á Petrona tvíbura turnunum! Lestin stoppar í sjálfri byggingunni í stórri verslunarmiðstöð, KLCC. Tvíburabyggingin er er ein af stærstu byggingum heims og er 452 metrar. Hæt er að fara upp í skýjabrúnna milli turnanna sem er í 170 metra hæð, og dást að útsýninu fyrir sirka 3000 kr. á mann – hafið í huga að það er lokað á mánudögum. Já, við komum á mánudegi.

China Town / Little India
Við héldum svo ferð okkar áfram til “litla Indlands / kínahverfið”.
Ef þú vilt kíkja á markaði og finna góðan local mat er þetta klárlega staðurinn. Þetta leit svo sem út eins og hvert annað kínahverfi, en það var gaman að upplifa kúlturinn og labba svo um borgina. Nálægt er svo hægt að sjá elstu moskvu borgarinnar (Masjid Jamek), Sultan Abdul Samad klukkuturninn, Merdeka torgið og þjóðminjasafn Malasíu.

 

Batu Caves
Batu hellarnir frægu eru svo bara háltíma lestarferð í burtu! Við fórum sjálf ekki þangað í þetta sinn, en ég mæli með að áhugafólk skelli sér. Stærsta stytta af Murugan hindú Guðinum má sjá fyrir utan hellana, og kalksteinarnir á hellunum eru taldir vera um 400 milljón ára gamlir.
Tvennt sem þarf að hafa í huga: það þarf að labba langar tröppur að hellunum, og haldið fast í allar eigur og smámuni þar sem að það eru apar á kreiki að safna minjagripum.

Að hafa í huga
Malasía er múslimaland og þess vegna er gott að hafa í huga að fara kannski ekki endilega í strandfötunum. Borgin er mjög múltí-kúltí og er ein vinsælasta stoppistöð ferðamanna í Asíu, svo heimafólk er vant ferðamönnum. En ég mæli ekki með of stuttum pilsum eða flegnum bolum, nema þú viljir að fólk stari.
Til að fara í hofin eða moskvurnar þarf fólk að vera vel hylt (og konur með slæður yfir hárið til þess að fara í moskvur).

PS. Ef ykkur langar í einn ofurbolla og WiFi með’ðí, þá mæli ég með EspressoLAB kaffihúsinu í verslunarmiðstöðinni KLCC í Petrona tvíburaturnunum!

 

Dagbjört Eilíf
Lífstíls- og ferðabloggari.
www.justus.is

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.