Nú þegar líða fer að sumri eru sennilega flestir farnir að plana eða að minnsta kosti huga að sumarfríi og margir hverjir jafnvel að fara í sitt fyrsta bakpokaferðalag. Inná hinum ýmsu hópum á netinu hef ég rekist á allskyns spurningar varðandi Interrail og tel ég mig hafa ágætis reynslu í þeim “bransa” þar sem ég hef tvö slík á bakinu.

Ég er svo ótrúlega kát með það að ég hafi byrjað minn ferðakafla á nokkrum góðum “klisjum” eins og lýðháskóla og interraili vegna þess að þannig lærði ég að standa á egin fótum, plana eftir egin höfði og velja og hafna en aðallega samt “how not to do it”. Núna, nokkrum árum síðar er ég enn að ferðast og mjög glöð að hafa “bara” skoðað evrópu á mínum yngri árum og að eiga til dæmis alla asíu eftir þar sem að ég tel mig hafa meiri þroska og hugmyndaflug í að skoða hina ýmsu framandi staði betur en ég hefði gert þegar ég var yngri.

Lestu þetta líka:

Apríl á RVKGYPSY: Svona var FYRSTA reisan mín, ever!


Hér eru mín ráð til ykkar og nokkrar frábærar myndir frá árunum 2012 og 2013,

allar teknar á Iphone 4. 

Ekki plana, farðu bara!

Þetta ráð hefur þú sennilega séð allnokru sinnum.
Í fyrsta interrailinu okkar gerðum við þau mistök að plana ferðalagið alveg í þaula. Við ferðuðumst með þunga möppu af allskyns bókunarstaðfestingum sem var eins biblían okkar alla leiðina sem gerði það að verkum að lítið mátti fara úrskeiðis. Oftast fannst okkur við hafa of stuttan tíma í að skoða staðina, sér í lagi borgirnar og var því oft erfitt að fara frá “ókláruðu verki”. Í seinna intterrailinu vorum við búin að læra af mistökunum og plönuðum því “as we go” sem hentaði miklu betur.

Interrail passarnir eru flestir þannig að það eru sérstakir ferðadagar innan ákveðins tímabils. Til dæmis 7 ferðadagar yfir mánaðar tímabil eða 15 daga ferðatímabil þar sem þú getur ferðast á hverjum degi.

Interrail appið

Mér líður eins og risaeðlu núna, en þegar við fórum í fyrsta skiptið þurftum við alltaf að koma við á öllum info deskum á hverri lestarstöð, til að athuga hvort það væru laus sæti og/eða bóka koju í næturlestirnar.
Ári seinna launcaði Interrail síðan appinu sínu sem gerði ferðalagið ennþá þægilegra. Þar er hægt að skoða næstu komur & brottfarir, fylgjast með seinkunum og merkja leiðirnar sínar inn á kort.

Vertu með bakpoka

Fyrir utan þau mistök sem við gerðum í fyrsta reilinu okkar, að plana of mikið, þá tókum við með okkur ferðatösku í þokkabót. Það var ekkert ofur spennandi að þurfa að hlaupa á milli lesta með svoleiðis ferlíki, og að þurfa að koma því fyrir í litlum geymslum fyrir ofan kojurnar í lestunum. Þegar við komum heim fjárfestum við í góðum bakpokum (ég fékk minn reyndar í jólagjöf, takk mamma!) og erum enn í dag að nota sömu poka. Mundu svo bara að pakka létt og að vera ekki að taka einhvern óþarfa með. (Bara einn óþarfa hlutur er leyfilegur!) 

Gg sport er með geggjaða poka til sölu og hjálpa þau þér við að finna hinn rétta poka fyrir þig. 

Nýttu næturlestir

Nýttu dagana í að skoða þig um, ferðastu á nóttunni. Næturlestir eru frábær kostur til að spara tíma og pening. Almennt koju-farrými er herbergi með tvemur þriggja hæða kojum. Oftast þarf samt að greiða smá auka fyrir koju en okkur fannst það klárlega þess virði að geta komið alveg úthvíld á áfangastað og verðið var oft mikið óýdrara en á hosteli. Það þarf að panta koju fyrirfram en það er aldrei mikið mál og hægt að græja það á lestarstöðinni og á netinu.

Pro tip: Reyndu að bóka neðstu eða miðkojuna þar sem að það getur verið mikill hristingur og þungt loft í efstu kojunni. 

Gistu á hostelum

Þvílík snilld sem hostel eru. Ekki bara afþví að þau eru (í flestum tilvikum) ódýrasti kosturinn heldur því þar kynnist maður vinum og sálufélögum til frambúðar. Þótt við værum par á ferðalagi leyfðum við okkur aldrei þann lúxus sem hjónarúm og hótelherbergi eru, heldur gistum við á hostelum gagngert til að kynnast fleira fólki og til að spara pening til að eyða frekar í mat, en við erum algjörir matarperrar og njótum þess að smakka local mat.

Hostelworld er frábær síða til að leita að hostelum. Ég mæli með að búa sér til account til að nýta sér allskyns afslætti sem eru í boði. 

Skoðaðu marga staði í einu landi

Ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna að við völdum okkur í flestum tilvikum bara einn stað í hverju landi fyrir sig og oftast borgir. Eftirá að hyggja hefði ég viljað skoða löndin og þorpin á milli borgana betur. Gefðu þér tíma á hverjum stað fyrir sig og mundu að njóta.

Tékkaðu af allar klisjurnar

….þá er það bara búið.
Þrátt fyrir að hafa planað fyrsta railið okkar alveg nánast í öreindir, vorum við sjaldan með plan hvað við vildum gera á hverjum áfangastað fyrir sig. En oftar en ekki “tékkuðum” við hluti að sjá af óskrifuðum to do lista, eins og Berlínarmúrinn, Effel turninn, hringleikahúsið í Róm og fleiri staði.
En kannski er það bara eitthvað sem maður brasar þegar maður heimsækir land/borg í fyrsta skiptið.
Núna þegar ég fer til til dæmis Parísar geri ég allt aðra hluti, en er þó glöð að hafa séð Catabombs, Effel turninn og Louvre og tékkað það af listanum. Oftast höfðum við líka svo stuttan tíma í borgunum til að skoða meira en bara yfirborðið.

Taktu hvíldardag

Á 6 vikna löngum ferðalögum er alltaf gott að gefa sér einn dag í viku til að hvíla sig. Að bóka sér sér herbergi með góðu rúmi og sturtu, eða hostel með sundlaug er eitthvað sem er gott að leyfa sér af og til. Að taka dag á ströndinni eða við sundlaugarbakkan er alveg nauðsynlegt – þá getur maður líka tekið bikiní mynd til að senda fólkinu heima!

Taktu rangar ákvarðanir

…..eins og að taka línuskautana þína með!
Eftir fyrsta interrailið okkar fannst okkur við ekki hafa séð nóg (og við hlæjum af því í dag) á svona stuttum tíma svo í interrail númer tvö tókum við línuskautana okkar með!! Við nýttum þá þó vel og línuskautuðum okkur bókstaflega út úr samfélaginu. Við náðum að yfirfara stoppin á styttri tíma og svo lúkkuðum við líka bara ótrúlega töff með skautana hangandi um hálsinn. Mér finnst eginlega ótrúlega fyndið að við höfum í alvörunni bara tekið þá með, en það er samt skemmtilegt að geta byrjað setningar á “þegar ég fór í línuskautaferðalag í Evrópu”.

 

Dokjúmentaðu

Taktu myndir, skrifaðu dagbók, bloggaðu, safnaðu kortum og lestarmiðum.
Þetta er fyrsta ferðalagið þitt, þetta mun skapa þig sem manneskju og þarna muntu finna þinn takt.

Ég er svo glöð að eiga allar myndirnar mínar, allar skrítnu og þessar flottu líka. Ég elska að skoða í gegnum þær. Ég gerði ílka scrap book eftir bæði interrailin og elska að fletta í gegnum hana og rifja upp.

Lestu líka:

PRAGULIC – Prag frá öðru sjónarhorni

 

Ég vona að þetta komi þér í ferðagírinn. Annars má alltaf senda mér spurningar á instagram 🙂

Íris

 

 

 

 

 

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.