Vetrar ófærðir, stormar og rigningarskúrir voru að gera útaf við mig strax í janúar og ég, eins og sennilega flestir aðrir var orðin frekar þreytt á því að dröslast af stað í vinnu í myrkri og koma heim í myrkri. Um leið og ég fékk útborgað þann 1 febrúar bókaði ég miða fyrir okkur Kaali til Morocco. Við tókum okkur viku frí úr vinnum og dröttuðumst strax af stað.

þessi ferð er ein af mínum uppáhalds ferðum þótt stutt hafi verið. Þessir tíu dagar liðu jafn hratt og fjórir en uppifunarlega séð eins og heill mánuður. Ég ætla ekki að þykjast að þessir tíu dagar hafi veirð nóg og ég var engann vegin tilbúin í að fara heim en er samt sátt og sæl með það sem ég upplifði á þessum stutta tíma og með það sem ég lærði.

Við vorum ekki með mikið plan fyrir ferðina og létum dálítið ráðast hvað við gerðum dag frá degi en áttum þó bókaða þriggja daga ferð í eyðimörkina og flug heim frá Tangier. Ég ætla að fara gróflega yfir dagskránna okkar þessa tíu daga og mæla í leiðinni með þessari leið sem við fórum fyrir alla þá sem áhugasamir eru að sjá fleiri en einn stað í Marokkó.

 

Lestu líka:

Sandra Marín á móti straumnum: Fór til Egyptalands þrátt fyrir óeirðir

Marrakech

Við flugum snemma morguns frá KEF til CDG í París með Icelandair og stoppuðum þar í um þrjá og hálfan tíma. Þessi tími var nægilegur til að finna check in hjá easy jet og til að fá okkur snögglega að borða en hefði svosem ekki mátt vera mikið styttri þar sem að Charles de Gaulle er hið mesta völundarhús! En það er næs að komast á áfángastað á einum degi og að þurfa ekki að stoppa og sofa annarsstaðar og missa dýrmætan tíma af ferðalaginu.
Í Marrakech gistum við í Riad Dar Soukaina og voru þau svo hugulsöm að senda bílstjóra að ná í okkur og vísa okkur alla leið heim að dyrum þar sem að medinan (miðbærinn) í Marrakech er ansi flókin að reikna út svona á fyrsta degi og í myrkri.
Við vorum þrjár nætur og tvo daga í Marrakech og nýttum þessa tvo daga vel án þess þó að keyra okkur út. Við höfðum í rauninni ekkert plan en vorum þó búin að skrifa niður hjá okkur einhverjar moskur og hallir sem okkur langaði að skoða en mest af öllu vorum við spennt að skoða souks (markaðinn) og gera jafnvel misgóð kaup þar. Við byrjuðum seinni daginn á fínni gerðinni af hammam þar sem við ætluðum að prufa local hammam í einhverri annarri borginni. Þar borðuðum við geggjaðan hádegismat og syntum í fallegri inni sundlaug. Á leiðinni út komumst við svo að því að Michelle Obama hafði gist á þessu sama hóteli sem segir mér bara hvað Marokkó er almennt ódýrt land, þar sem við borguðum ekki mikið fyrir spa dag á einu fínasta hóteli Marrakech og þá seinni í tjaldbúðum í eyðimörkinni.

See the best tourist attractions in Marrakech with a plan including Morocco Inspiring Tours

Eyðimerkurferð með Somorocco

Í samstarfi við Somorocco fórum við með leiðsögumanninum okkar Abdou í þriggjadaga “óvissufeð” til Fez í gegnum eyðimörkina. Við keyrðum yfir Atlas fjöllin sem aðeins tveimur dögum fyrir ferðina okkar voru lokuð vegna mikils snjó, en svo mikill snjór hefur ekki sést í Marokkó í um 60 ár. Abdou var með eindæmum þolinmóður og stoppaði á öllum þeim stöðum sem við báðum hann um að stoppa og hjálpaði okkur að finna local veitingastaði til að borða hádegismat á. Við gistum fyrstu nóttina okkar á fallegu sveitahóteli í Dades Valley og næstu nótt í tjaldi í Sahara eyðimörkinni. Þess á milli keyrðum við fleiri hundruð kílómetra bæjanna á milli og skoðuðum fallegt landslag Morocco. Við skoðuðum meðal annars Ait Ben Haddou (þar sem m.a. The Gladiator og Game of thrones voru tekin upp), Rose Valley, Dades Valley og Pink Lady epla ræktunina. Seinni nóttina gistum við svo í tjaldbúðum undir stjörnunum í eyðimörkinni sem var ótruleg upplifun!

Hér er ferðin sem við fórum í (með smá breytingum) en ég mæli með því að hafa samband við Lindu hjá Somorocco og hún græjar fyrir ykkur frábæran díl á ferðum.
Ég mun svo gera ítarlegri grein um ferðina innan skamms 🙂 


Lestu líka:

Selma Kjartans: Spennandi staðir í Morokkó

Fez

Abdou skutlaði okkur svo eins nálægt Airbnb-inu okkar í Fez áður en við kvöddum hann, en Fez er ein af stærstu borgum heims sem hefur aðeins göngugötur þ.e. að það er ekki hægt að keyra inní Medínunni, sem er stór hluti borgarinnar. Við stoppuðum í tvo daga í Fez og nýttum þá vel og skoðuðum m.a. leðurvinnslu og sútunaraðstöðuna sem er einhverstaðar i miðju medinunnar sem er mjög, mjög auðvellt að villast í. Allsstaðar voru samt menn sem buðust til að hjálpa okkur að finna leðurstöðvarnar sem við á endanum þáðum, en við hefðum sennilega aldrei fundið staðinn, ef það væri ekki fyrir hjálp heimamanna. Varist það að þyggja hjálp í Morocco, án þess að vera tilbúin að greiða fyrir aðstoðina. 
Á einum tímapunkti höfðum við þegið hjálp frá strák sem var aðeins yngri en við, en svo var hann á einu augabragði hrifsaður í burtu af eldri manni, en heimamenn mega ekki leiða ferðamenn um borgina (eða aðra staði í landinu) án tilskilinna leyfa.
Í Fez er að finna elsta háskóla í heimi sem er áhugavert að skoða og svo er borgin sögð vera höfuðborg matarmenningar í Marokkó. Það getum við tekið undir því matarupplifunin í Fez var algjörlega mögnuð.
Eftir yndislegar stundir í Fez fórum við södd og sæl, eldsnemma morguns í fjögurra tíma rútuferð til Chefchouen.

Hér er linkur á airbnb herbergið okkar. Herbergið var alls ekki fullkomið og rúmið frekar hart, en upplifunin að fá að búa með morokkóskri fjölskyldu, fá að elda með þeim mat og borða með þeim var algjörlega þess virði. Ég mæli með að bóka eina eða tvær nætur í gistingu hjá Saida og fjölskyldu en nóttin kostar um 1500kr (og þriggja rétta heimagerð máltíð á 80 dirham eða 850 ISK) 

Chefchouen

Bláa borgin Chefchouen er ein sú magnaðasta. Borgin er ekkert í líkingu við þá bæi sem við heimsóttum á ferðalagi okkar og mynnti okkur helst á Santorini á Grikklandi eða aðra Gríska borg. Öll hús og flestar götur hafa verið máluð blá og fara margar sögur af ástæðu bláa litins. Við komum um hádegisleitið á áfangastað og gátum því eytt einum og hálfum degi í bænum sem okkur þótti vera nægur tími til að skoða okkur um, en byrjuðum þó margar setningar á því að segja “Þegar við komum aftur…”. Fyrsta daginn leyfðum við okkur að villast í bænum og eginlega bara að taka myndir, því á hverju götuhorni er tækifæri til að taka hinu “fullkomnu” instagram mynd (og mátti sjá uppklædda instagrammara hvert sem litið var). Mér þótti erfitt að ná tali af heimamönnum sem virtust dálítið halda sig fjarri ferðamönnum og bara “mind their own” svo ég gat engan spurt um sögu bláa litsins, eins og ég hafði ætlað mér, eða kynnst heimamönnum, eins og mér finnst skemmtilegast að gera. Snemma morguns á öðrum degi löbbuðum við upp að mosku sem er í um ca kílómeters fjarlægð frá bænum og með fallegt útsýni yfir bláa bæinn. Við röltum reyndar aðeins lengra þaðan en margar gönguleiðir eru út frá Chefchouen. Á þessari göngu okkar hittum við aðeins nokkrar Nomad konur og geitur en vorum þar fyrir utan alveg ein sem var mjög kærkomið.

Frá Chefchouen tókum við svo síðustu rútuna til Tangier en þaðan áttum við morgunflug til Parísar.

Eins og ég hef vanið mig á að gera eftir svona ferðir, ætla ég að taka saman kostnað svo hægt sé að gera sér grein fyrir kostnaði við ferð til Marokkó.

Týpísk Marokkósk súpa í hádegismat: 15-20 DH (160-250 ISK)
Þriggja rétta kvöldmatseðill (oft er te innifalið): 60-90 DH (650-1000 ISK)
Myntu te / kaffi: 15-20 DH (160 – 250 ISK)
Bjór / vín: Eins og í öllum Arabalöndum er áfengi ekki selt nema á ferðamannastöðum og með tilskylin leyfi og því er það frekar “dýrt” en í þau tvö skipti sem ég fékk mér vín borgaði ég 60 og 100 DH fyrir (650 – 1200 ISK). (Oftast er það ekki á matseðlinum, en hægt að biðja um á flestum fínni veitingastöðum)

Við gáfum okkur ca 7000 ISK í vasapening fyrir okkur tvö hvern dag en vorum mjög oft undir því.
Við gátum hvergi notað kort og vorum því alltaf með pening á okkur.

Hitastigið var næs á þessum tíma (febrúar) en yfir heitasta tímabil dagsins voru um 20-22 gráður.
Flestar borgir Marokkó, og allar medínurnar eru allar frekar þröngar og hátt byggðar svo þær eru mikið í skugga sem gerir það að verkum að það er aðeins kaldara. Við vorum alveg að fila það að geta vappað um á þunnum buxum og bol svo okkur fannst þetta alveg fullkomið!

 

This slideshow requires JavaScript.

Íris

instagram

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.