1. Þú lærir meira á heiminn og lífið á ferðalögum en þú gerir alla skólagönguna þína.
  2. Ferðalög eru dyr inn í aðra menningarheima þar sem þú munt læra um sögu og mannasiði þeirra landa sem þú ferðast til.
  3. Þú kynnist svo mikið af áhugaverðu fólki, á þínum aldri og ekki á þínum aldri sem hefur lifað lífi svo frábrugnu frá þínu eigin eða nokkrum sem þú þekkir að það eiginlega fær þig til að gapa.
  4. Með ferðalögum muntu eignast aragrúa af vinum út um allan heim, af öllum litarháttum og af allskonar menningarkimum sem munu á einn eða annan hátt hafa áhrif á þitt eigið líf eða hvernig þú hugsar sem manneskja. Því lengra sem þú ferð því frábrugnari er menningin frá því sem þú þekkir heiman frá.
  5. Ef þú ert manneskja sem átt erfitt með að viðurkenna mistök og þarft alltaf að hafa rétt fyrir þér, þá eiga ferðalög mjög líklega eftir að hjálpa þér að sjá að það er allt í lagi að hafa ekki alltaf rétt fyrir sér, og að í rauninni er ekkert í heiminum sem er pottþétt rétt eða pottþétt rangt. Þannig geta ferðalög kennt þér umburðarlyndi.
  6. Þú munt að öllum líkindum bæta þig eða losa þig algerlega við ýmsa galla sem þú hefur sem manneskja, vegna þess að ferðalög opna augu þín, gera þig umburðarlyndari og þakklátari fyrir það sem þú hefur nú þegar.
  7. Regluleg ferðalög sem ögra þér geta hjálpað þér við að lifa betur í núinu þar sem þú verður meira meðvitaður/meðvituð um að þú ert staddur/stödd á stað sem þú munt kannski aldrei upplifa aftur í lífi þínu. Að lifa fyrir hvern dag verður hluti af rútínunni þinni.
  8. Þú færð tækifæri á hverjum einasta degi til að ögra sjálfrum/sjálfri þér, gera heimskulega hluti, villast og gera mistök og læra af þeim. Þannig munt þú kynnast ÞÉR betur og læra að njóta vafans. Þú munt læra að meta það sem kemur óvænt til þín, hvort sem það er gott eða slæmt.
  9. Ferðalög víkka sjóndeildarhring þinn og auka vitund þína gagnvart heiminum og sjálfum/sjálfri þér.
  10. Ferðalög gefa okkur tíma til að heila sjálf okkur, komast af klukkunni, minnka stress og hjálpa okkur við að finna löngunina til að lifa lífinu lifandi á ný.

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.