Ferðaauðlindir og samstarfsaðilar

Ferðaauðlindir og samstarfsaðilar

Okkar markmið er að auðvelda verðandi ævintýra-, fjölskyldu-, og lúxusferðalöngum lífið þegar kemur að því að skipuleggja ferðalagið, bóka flug, gistingu eða bara hvað sem er. Við viljum aðstoða þig!

Fyrir neðan eru frábærar vefsíður og öpp sem geta auðveldað þér lífið til muna.

Flug

Skypicker logo

“Visual” ferðaleggur og góð kjör

Þessi samanburðarleitarvél er með vaxtarverki, eins og WOW air, enda leiðast fyrirtækin hönd í hönd og eru að gera rosalega góða hluti saman! Kiwi leitarvélin sýnir flugleggina á mjög góðu heimskorti og finnur fyrir þig bestu verðin, besta tímann og lofar því að passa upp á þig. Fyrirtækið ábyrgist aflýst flug, seinkanir og endurskipulagningar með hvaða fyrirvara sem er. Þeir bjóða þér að velja annan fluglegg til áfangastaðarins þíns eða endurgreiða þér þann hluta af fluginu sem setur strik í ferðalagið þitt.

google flights logo

Viltu bara stysta ferðatímann?

Þvílíkt góð samanbuðarleitarvél sem leyfir þér að velja hvaða brottfararstað sem er og sýnir þér ódýrustu áfangastaðina og leggur jafnframt áherslu á stysta ferðatímann. Tilvalið fyrir hvatvísa og ævintýragjarna!

“Multistop Meistarinn”

Ef þú ert að plana heimsreisu eða ferðalag þar sem þú ætlar að koma við á mörgum stöðum þá er Momondo besti vinur þinn. Jafnvel enn betri ef þú ert bara spondant og ætlar að leyfa vélinni að “taka þig hvert sem er” en jú það er fítus sem er í boði! Momondo er besta leitarvélin fyrir “Multiple Destinations” ferðalag og því tilvalið fyrir bakpokaferðalangana að byrja hér!

 

skyscanner logo

Geggjað samanburðardagatal

Mjög fín samanburðarleitarvél sem við hér á Gekkó höfum notað margoft. Skyscanner er með frábært samanburðardagatal sem gefur þér yfirsýn hvaða daga er hagsæðast að ferðast yfir ákveðið tímabil, eins og heilan mánuð. Þetta er frábær vél fyrir þá sem hafa gott svigrúm og eru fyrst og fremst að leita sér að ódýru flugi.

Gisting

airbnb logo

Það eru afskaplega fáir sem þekkja ekki Airbnb nú til dags. En Airbnb er mjög góður kostur fyrir þá sem kjósa persónulegt og prívat. Þú ert einfaldlega í heimahúsi, hvort sem þú leigir bara út eitt herbergi, heila íbúð eða heilt hús. Yfirleitt skiptirðu við eigandann beint sem er oft tilbúinn að sýna þér aðeins í kring og segja þér frá hvað er hægt að gera. Þetta gefur þér “heimafíling” og er oft miklu ódýrara en hótelherbergi. Ef þú átt íbúð eða aukahergi þá getur þú bara leigt þína eign á móti og komið út á sléttu! Fáðu $25 afslátt af fyrstu gistingunni þinni ef þú ert nýr notandi!

hostelworld logo

Ef þú elskar að vera á hostelum þá er Hostelworld “the place to book!”

 

agoda logo

Agoda býður upp á mjög mikið úrval gistináttarstaða út um allan heim og er alveg sérstaklega stór í Asíu. Það er fjöldinn allur af gistináttarstöðum, smáum og stórum, hostelum, hótelum og gistiheimilum. Þú finnur pottþétt eitthvað við hæfi á samkeppnishæfu verði!

couchsurfing logoHver sem þekkir ekki Couchsurfing kann líklega ekki að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að gistingu. Heimilislegri gerist hún ekki. En Couchsurfing gengur út á það að bjóða sófa, dýnu eða aukarúm frítt fyrir þann sem óskar eftir því. Þetta er tilvalin leið til að eignast nýja vini og kynnast heimamönnum. Þeir sem nýta sér Couchsurfing verða samt að vera opnir og ekki ætlast til þess að fá bara að krassa frítt heima hjá einhverjum. Hostar á Couchsurfing eru að leitast eftir að efla samskiptanetið sitt þannig það er mikilvægt að Couchsurferinn átti sig á því að þessi leið snýst fyrst og fremst um góð samskipti.booking dot com logo

Booking.com er risinn í þessum bransa, það er eiginlega bara þannig. Á Booking.com finnurðu samkeppnishæf verð og mikið úrval gistináttarstaða út um allan heim. Við mælum klárlega með Booking.com!

TrustedHousesitters er samfélag þar sem dýraunnendur geta boðist til að passa dýr annara í skiptum fyrir að búa frítt eða óskað eftir að dýrapíur passi dýrin sín í skiptum fyrir húsnæði. Þetta er orðið ansi stórt samfélag, sem er náttla algjör snilld því það er um nóg að velja! Það kostar að gerast meðlimur, en þó kostar það minna en að leigja glæsivillu á AirBnB í lengri tíma! Ef þú elskar dýr þá mælum við 100% með þessu!

Samgöngur

BlaBlaCar er snilldar ferðamáti í þeim löndum sem það hefur náð fótfestu, t.d. í Evrópu og víðar. Ef þig vantar far frá A-B en tímir ekki alveg að splæsa í lestarmiða þá geturðu búið til aðgang á BlaBlaCar og borgað fyrir að fá far með öðrum. Það er mikið öryggi í kringum þetta þar sem þú greiðir fyrir farið fyrirfram með kreditkorti sem BlaBlaCar geymir og færð kóða sendann í símann þinn. Þú gefur síðan bílstjóranum kóðann í lok ferðast svo hann fai peninginn sinn frá BlaBlaCar. Eins og svo margt annað er þetta auðvitað ekki 100% öruggur ferðamáti. En við myndum segja að hann sé í það minnsta 99.9% öruggur og algjörlega þess virði því það eru yfirleitt heimamenn sem nota BlaBlaCar.

Interrail um Evrópu mun líklegast verður alltaf klassík. Enda varla til betri leið til að ferðast um alla Evrópu áhyggjulaus. Hægt er að fá þrennskonar passa: Global Pass, One Country Pass, og Premium Pass. Global Passinn, eða heimspassinn er frábær fyrir þá sem vilja ferðast til nokkurra landa á eigin hraða. One Country Pass, eða Eins lands passinn er tilvalinn fyrir þá sem vilja aðeins staldra við í einu landi en skoða alla króka og kima þess. Premium passinn er einstakur kostur fyrir vel fyrirhugaðar ferðir til Ítalíu eða Spánar, og kostar ekkert að bóka sérstök sæti ef maður vill.

Búnaður og Tryggingar

Virkilega einföld og sveigjanleg alþjóðleg ferðatrygging.

WorldNomads er sérhæfð ferðatrygging hönnuð fyrir ævintýraferðalanga og tryggir lækniskostnað, brottflutning, farangur og fjöldann allan af slysum tengdum áhættuíþróttum og annarri ferðatengdri starfssemi. Gengið er frá kaupum á WorldNomads tryggingunni á netinu, og gengið er frá endurgreiðslum á vefnum að sama skapi jafnvel þó að ferðalagið sé þegar hafið. Ferðatryggingin frá WorldNomads er þess vegna mjög fýsilegur kostur fyrir þá Íslendinga sem vilja ferðast lengur en 6 mánuði, sem er það mesta sem hægt er að tryggja í gegnum heimilistryggingar, eða þrjá mánuði, sem er það lengsta sem hægt er að fá tryggingu á íslenskum kreditkortum.

Upplifanir

[/fusion_text][/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=”1_3″ layout=”1_3″ spacing=”” center_content=”no” hover_type=”none” link=”” min_height=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”left top” background_repeat=”no-repeat” border_size=”0″ border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” padding=”” dimension_margin=”” animation_type=”” animation_direction=”left” animation_speed=”0.3″ animation_offset=”” last=”no” element_content=””][fusion_text]

INDIA HIKES er geggjað flott startup fyrirtæki frá Indlandi sem sérhæfir sig í gönguferðum um Suður Asíu, sér í lagi í Norður Indlandi. Áhersla er lögð á krefjandi fjallgönguleiðir um Indversku Himalaya, en ferðirnar teygja sig yfir til grunnbúða Everest með leynileiðum! Verðlagið er mjög sanngjarnt, eða allt frá 15.000 ISK – 50.000 ISK fyrir 5-6 daga gönguferðir. Innifalið í ferðum hjá þeim er svefnpoki, dýna og tjald eða tjaldbúðir og fæði á meðan ferð stendur, og svo eru leiðarnar minna þekktar en það sem þekkist á þessu svæði. HÉR geturðu lesið meira um afhverju þú ættir að velja India Hikes

Tripaneer er einskonar regnhlífafyrirtæki fyrir vefsíður sem eru ákveðnar “regnhlífavefsíður” fyrir ákveðnar týpur af ferðalögum! Það er ENDALAUST úrval á þessum vefsíðum. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi bæði andlega og fjárhagslega.

BookMartialArts
BookCulinaryVacations
BookYogaRetreats
BookSurfCamps
BookMeditationRetreats
BookYogaTeacherTraining
BookDetoxRetreats
BookAllSafaris
BookMotorcycleTours

Berlínur bjóða upp á leiðsögn á íslensku um Berlín. Hvort heldur sem það er Hjólreiðarferðin sem tekur gesti þvert í gegnum borgina og gefur um leið góða yfirsýn eða Múltíkúltí Kreuzberg þar sem farið er dýpra í samtímasögu fjölmenningarborgarinnar Berlínar. Ef þú ert á leiðinni til Berlínar þá skaltu ekki hika við að setja þig í samband við Berlínur!

Atvinna erlendis

Workaway.info er algjör snilld fyrir ævintýragjarnar félagsverur sem vilja spara sér aurinn á meðan ferðast er. Workaway virkar yfirleitt þannig að fólk býður húsnæði og fæði í skiptum fyrir ólaunaða vinnu. Þetta er þá oft vinna á hostelum eða vinna í kringum dýr eða börn. Mjög áhugavert að tékka á þessu. Það kostar að gerast meðlimur, en hægt er að skrá sig sem einstaklingur eða par þar sem sumir gestgjafar taka eingöngu við pörum eða eingöngu við einstaklingum. Einnig geturðu gefið einhverjum sem er að fara í budget ferðalag aðgang sem gjöf. Gestgjafar þurfa ekki að greiða fyrir aðgang. Gott er að hafa í huga að sumir virðast biðja um ansi mikla vinnu fyrir skipti á húsnæði og fæði, eða allt að 5-6 tíma á dag fimm daga vikunnar… sem er ansi mikið. Fínt að huga að svona hlutum áður en maður lofar sér í vinnu einhversstaðar.

TrustedHousesitters er samfélag þar sem dýraunnendur geta boðist til að passa dýr annara í skiptum fyrir að búa frítt eða óskað eftir að dýrapíur passi dýrin sín í skiptum fyrir húsnæði. Þetta er orðið ansi stórt samfélag, sem er náttla algjör snilld því það er um nóg að velja! Það kostar að gerast meðlimur, en þó kostar það minna en að leigja glæsivillu á AirBnB í lengri tíma! Ef þú elskar dýr þá mælum við 100% með þessu!

Yogatraveljobs er virkt núvitundarsamfélag jógakennara, heilsukokka og fólks í þessum bransa. Þetta er flottur vettvangur til að koma sér á framfæri og finna sér vinnu erlendis í þessum bransa. Allskonar atvinnumöguleikar í boði fyrir þessar allra helstu starfsstéttir.


YogaTrade er núvitundarsamfélag jógakennara, heilsukokka og allra stétta þar á milli sem hafa eitthvað með núvitund að gera. Þarna er hægt að finna laus störf hér og þar í heiminum við ýmislegt heilsu- eða núvitundartengdu. Sum eru launuð, önnur ólaunuð, starfsnám og starfsskipti svo eitthvað sé nefnt. Þessi síða er einnig algjör snilld fyrir þá sem eru að leita af fólki til starfa hjá sér tímabundið.